Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

"This means war...!!!"

...segi ég nú bara aftur með tilvitnun í fræga Looney Tunes kanínu sem aldrei lét fram hjá sér fara gott tækifæri til að koma af stað slagsmálum.

Gera menn sér virkilega ekki ljóst að í annars friðsömum en ákveðnum og afgerandi fjöldamótmælum er alltaf visst hlutfall fólks sem er til í að ögra lögreglunni.  Þannig er það og verður.

Nú hefur lögreglan enn og aftur lagt sitt að mörkum til að stigmagna ófriðinn og það þarf enginn að búast við því að þetta sé neitt annað en skammtímalausn, þar sem til lengri tíma litið egnir þetta menn aðeins til þess að ganga lengra, því málstaðurinn er eins og við vitum öll, ennþá óbreyttur.

Góða skemmtun segi ég nú bara...


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas í hvalnum...

Jæja, er nú kominn tími til að skoða hvað aðrir í kringum okkur hugsa þegar þeir heyra orðið "Ísland".  Sú var tíðin að ég treysti bankamönnum og jafnvel stjórnmálamönnum til að vita hvað þeir voru að tala um, þrátt fyrir að sérfræðingar utan úr heimi spáðu okkur eldi brennisteini af himnum ofan ef við færum ekki að sjá að okkur.

Þetta hljómaði eins Jónas í hvalnum hér forðum.  Munurinn er bara sá að þegar hann hundskaðist á staðinn til Níníve til að flytja sinn iðrunarboðskap, þá hlustuðu þeir og létu segjast.

Á slíku virðist enn ekki vera farið að bóla hér á Íslandi og þó eru óyggjandi merki þess að iðrunar sé þörf.

Ég tek hjartanlega undir með þeim röddum að endurnýja þurfi mannskapinn sem stendur við stjórn ríkisfjármála, seðlabanka og eftirlitsstofnana, þó ekki væri til annars en að byggja traust okkar almennings á þessu kerfi.  Ég veit að ég tala fyrir munn margra að traust fólks til þessara stofnana er lítið sem ekkert og það breytir engu, nema síður sé að bankarnir séu orðnir ríkisbankar með pólitískum bankaráðum.

Þetta gengur ekki svona og nú verða menn að fara að skoða hvers konar þjóðfélag við viljum búa okkur og börnum okkar í framtíðinni.

Ég segi fyrir mig að í því þjóðfélagi sem ég sé fyrir mér gína bankar ekki yfir öllu með okurvöxtum og verðtryggingu til öryggis.  Ekki heldur ríkisbankar.  Stöðugleiki verður að ríkja þar sem geðþóttalegar ákvarðanir breyta öllum skilyrðum fólks og fyrirtækja án fyrirvara, og skilyrði til eignamyndunar verða að vera fyrir hendi, sem eru engin við þau vaxta og verðbótakjör sem ríkt hafa.

Áfram Ísland...!!!


mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jón Ágúst Reynisson
Jón Ágúst Reynisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband