Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Neyðarlegt...?

Einhvern veginn finnst mér þetta fremur neyðarleg frétt af þessu ævaforna símafyrirtæki landans að það skuli vera nú fyrst sem það kemur sér upp markaðssviði.  Ég vona að það hafi ekki verið fyrsta verk starfsmanna þess að kynna það eins og þetta væri í fyrsta sinn sem Síminn færi að huga að markaðsmálum sínum í fullri alvöru. 

Þá væri það líka djörf yfirlýsing þess efnis að hingað til hafi það ekki verið markaðsdrifið í ákvörðunum sínum hingað til, heldur haft á sér meira yfirbragð stofnunarinnar sem það áður(!) var.

Við íslenskir símneytendur vonumst þá til að þetta sé tímabært skref í áttina að því að skapa raunverulega samkeppni í símamálum íslendinga og snúi við þeirri þróun að við búum við símakostnað sem er allt í einu orðinn mun hærri en í löndunum í kringum okkur.

Ég bíð alla vega spenntur, en ekki kannski alveg sannfærður...!

Lifi samkeppnin...!!!


mbl.is Nýtt svið hjá Símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jón Ágúst Reynisson
Jón Ágúst Reynisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband