Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Það snjóar...

Mikið ógurlega er það nú notalegt að það skuli hafa komið snjór hér á suðvesturhornið.  Nú skulum við sjá til hvernig fram vindur, því hingað til hefur snjókoma verið öruggur fyrirboði þess að það muni hlýna innan sólarhrings, því meira sem það snjóar meira.

Vegna uppruna míns norður í landi þar sem ávallt er "gott veður" sakna ég þess að hafa ekki nóg af snjó og helst góðan skammt af vindi og þar af leiðandi skafrenningi sem varla þekkist hér sunnanlands.

Því sendi ég veðurfræðingum Veðurstofunnar hinar bestu kveðjur og segi bara:

Áfram nú, meiri snjó...!!!


Matarverðið: Aumingjaskapur íslenskra pólitíkusa...!

Nú er loks kominn tími á „jómfrúrbloggið“ hér.

Mér finnst þetta afar góð umræða sem er farin af stað í þjóðfélaginu.  Það er kominn tími til að þjóðin sýni að hún hefur ennþá bein í nefinu þegar kemur að því hvað hún lætur yfir sig ganga.  Að búa við matvælaverð sem er meira en helmingi hærra en gengur og gerist hjá siðmenntuðum þjóðum, það er engin afsökun til fyrir slíku...!!!

Blessaðir stjórnmálamennirnir okkar gera sitt besta til að bjarga sér úr klípunni með því að (1) lækka virðisaukaskatt og einhver vörugjöld, sem skila litlum hluta þessa mismunar kannski til neytenda, ef einhverjir óprúttnir milliliðir sem enginn veit í raun hverjir eru hirða það ekki á leiðinni og meira til.  (2) Þeir benda á fákeppni og smæð íslenska markaðarins sem skýringu, og (3) kjósa kannski að bera sig saman við Noreg, dýrasta land sem fyrirfinnst, en við stöndumst þeim samt ekki snúning.

Nú er kominn tími til að gera eitthvað sem telur í þessu máli.  Sennilega verður fyrsta skrefið að segja upp eignaréttarákvæði Framsóknarflokksins á Landbúnaðarráðuneytinu.  Síðan ætti að leggja það niður og sameina þennan málaflokk iðnaðar og viðskiptaráðuneytinu ásamt sjávarútvegsmálunum í Atvinnuvegaráðuneyti.

PS - Bara að benda á það, þetta er bloggfærsla númer 100.000

Svo virðist að Framsókn sé að verja síðustu atkvæði sín með því að verja landbúnaðarstefnuna með kjafti og klóm og halda sjó svo lengi sem auðið er.

Ekki svo að skilja að ég kunni ekki að meta íslenskar landbúnaðarafurðir, en þetta mið(hand)stýrða kerfi verður ekki til að bjarga honum.  Að minnsta kosti er ekki þess virði að halda uppi vöruverði með þessari aðferð.  Sé íslenskur landbúnaður svona góður, þá fær hann fullkomlega staðist á eigin spýtur, þó hann taki tímabundna dýfu meðan menn eru að ná áttum í nýjum veruleika.

Nú er svo komið að vægi landbúnaðar og sjávarútvegs er ekki það sama og áður var í íslensku hagkerfi, og því er engin þörf á, frá þeim sjónarhóli, að halda honum uppi á óheilbrigðan hátt lengur.  Íslensk hátæknifyrirtæki hafa spjarað sig í alþjóðlegu umhverfi þrátt fyrir fjandsamlegt umhverfi.  Sjávarafurðir okkar eru þekktar um heim allan og því geta íslenskar hágæða landbúnaðarvörur ekki geta orðið það líka?

Gefum bændum lausan tauminn með að nota landsfræga sköpunargleði sína til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri í samkeppni við annað sem okkur stendur til boða innanlands sem erlendis.

Íslenskur almenningur á að gera þetta að kosningamáli, en ekki láta stjórnmálamennina velja kosningamálin fyrir okkur.  Þannig velja þeir bara þau mál sem þeir treysta sér til að vinna í en ekki „erfiðu“ málin sem þarf nauðsynlega að taka á.


Höfundur

Jón Ágúst Reynisson
Jón Ágúst Reynisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband