Leita í fréttum mbl.is

Takmarkalaus blinda...

Ég viðurkenni með nokkrum trega að hingað til hef ég samviskusamlega kosið Sjálfstæðisflokkinn, en nú er svo komið að mér er það lífsins ómögulegt að halda því áfram.  Slík er blindan og ástin á völdunum og takmarkalaust sjálfstraust þeirra til að hafa vit fyrir okkur kjósendunum.  Síðast þegar ég vissi átti þetta að vera í hina áttina, að þingheimur hefur umboð sitt frá okkur.

Þessi uppbygging stjórnkerfis okkar hefur valdið því að þingheimur hefur misst löggjafarvald sitt í hendur framkvæmdavaldsins sem á sama tíma lýtur geðþótta flokksvaldsins, þannig að okkar kæra lýðræði er í raun ekkert annað en há-sovét-kommúnískt flokks-embættismannaveldi sem mér bara hugnast engan vegin, sama hvort minn flokkur á í hlut eður ei.  Svona er hefðin og hingað hefur hún komið okkur.  Stjórnkerfið er rúið trausti róttækra aðgerða er þörf, en ekki plástra.

Það er þess vegna ekki nokkur furða að flokkskóngarnir skuli amast við því að þeim verði skákað til hliðar og þeim settar leikreglur, í stað þess að þeir úthluti sér þeim sjálfir, eins og við horfum upp á þessa dagana í löndum eins og Venesúela og Bólivíu.  Þetta eru ekki lönd sem við viljum miða okkur við svona dagsdaglega.

Með öðrum orðum...  Nei, ég treysti ykkur þingmenn ekki til að gera þetta sjálfir.  Nú er lag og tími til kominn að vinna þetta upp á nýtt og tryggja að það sé gert fyrst og fremst með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, alls ómengað af hagsmunum flokkspólitíkusanna. Finnist þeim sér misboðið með þessu, stofni þeir þá bara verkalýðsfélag eins og aðrir...


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ágúst Reynisson
Jón Ágúst Reynisson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband